á ég að lyfta 14 ára

ég er 14 ára strákur og er 53kg og 165 á hæð. ég hef verið að velta fyrir mér hvort það sé sniðugt að lyfta á meðan ég er að stækka

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ekki ráðlagt að lyfta þyngdum á unglingsárunum á meðan líkaminn er að stækka. Það er samt ekki þannig að þú megir ekki æfa heldur áttu frekar að gera æfingar án lóða þar sem þú notar eigin líkamsþyngd í æfingarnar. Ég ráðlegg þér að fá einhvern sem þekkir til þjálfunar á unglingsárum til að leiðbeina þér ef þú mögulega hefur tök á því. Það er mjög mikilvægt að læra réttar æfingar og rétta líkamsbeitingu við æfingarnar til að koma í veg fyrir verki og meiðsli á þessu viðkvæma tímabili.

Gangi þér vel