4 ára dóttur verkjar í fóta og hendur

Góðann daginn, ég hef smá áhyggjur af dóttur minni, hún er að verða 4 ára, hún er mjööög grönn, alveg sama hvað hún borðar, það fer beint í gegn, að vísu er pabbi hennar þannig líka. en hún hefur undafarið kvartað mikið undan verkjum í fótum og höndum, hún getur ekki bent á nákvæmann stað, en mig grunar að það sé allstaðar í höndum og fótum. einnig var hún að kvarta undan hálsinum í dag. hún er mjög lítil og nett og verður fljótt þreytt og leggst niður til að hvíla sig. getur þetta verið einhversskonar gigt eða hvað mynduð þið halda? og hvað er best að gera? (veit ekki hvort það skiptir máli en það er slatti um gigt í fjölskylunni)

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er erfitt að átta sig á þessum einkennum án frekari skoðunar svo ég ráðlegg þér að fara til ykkar heimilislæknis eða barnalæknis með dóttur þína þar sem hægt er að gera viðeigandi rannsóknir. Gigt þarf yfirleitt að staðfesta með blóðprufum.

 

Gangi ykkur vel.