kúla í lófanum

Góðan daginn,

Í gær fékk ég á ca 1 min. litla kúlu inní hendina. Hún er bláleit og út frá henni er þrýstingur og lófinn er aumur. Mér dettur helst í hug að þetta sé æðatengt, sprungin æð eða eitthvað slíkt. Ég tók eftir þessu meðan ég var að vinna á tölvuna svo ég fékk ekkert högg á hendina eða slíkt. Hvað er best að gera í málinu eða fer svona af sjálfu sér kannski með tímanum?
Er stödd í útlöndum næstu 8 dagana svo ég ætlaði að reyna að komast hjá læknisferð útaf þessu, sérstaklega ef þetta er svo eitthvað smotterí bara sem fer.

Með fyrirframþökk fyrir einhver ráð,

Kv.

Sæl  og takk fyrir fyrirspurnina

 

Mér þykir líklegt að það hafi orðið smá blæðing þarna, sem ætti þá að jafna sig með tímanum. Fylgstu bara áfram með þessu og ef þetta stækkar þá getur þú látið kíkja á þetta.

 

Með kveðju,

Arndís Sverrisdóttir

Hjúkrunarfræðingur