Malaría

Daginn.
Ég er staddur í Indlandi eins og er og búinn að vera hér í rúma 2 mánuði. Ég er búinn með malaríu lyfin (klorokinfosfat) sem virðast ekki seljast hér i rishikesh og ef maður spyr um malaríu lyf þá hrista þeir bara hausinn.
Ég á tæpan mánuð eftir hér, og allt það sem ég hef lesið er frekar slæmt um malaríulyf og ég hef kynnst mörgum sem hreinlega sleppa malaríu lyfinu útaf afleiðingum sem þau gata haft.
Hvað teljið þið vera best í stöðunni?
Sleppa þessu eða finna nýtt lyf ?

Takk kærlega fyrir

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

á síðum landlæknis má finna þessar upplýsingar:

„Á svæðum þar sem malaría er landlæg er mikilvægt að hylja húðina með klæðum eftir að skyggja tekur. Notaðu mýflugnafælandi smyrsl eða úða á hendur og andlit eða aðra líkamshluta sem ekki eru huldir klæðum. Moskítónet ber að nota á nóttunni.

Sjúkdómurinn er landlægur í flestum löndum hitabeltisins. Hann er ein skæðasta og útbreiddasta sótt mannkynsins. Til eru lyf til fyrirbyggjandi meðferðar gegn malaríu sem bæði hafa kosti og galla. Lyfin ætti einungis að nota ef hættan á malaríu er umtalsverð og því er þörf á notkun slíkra lyfja mismunandi eftir því hvert ferðinni er heitið. Hættan á því að fá sjúkdóminn er veruleg einkum í Mið-Afríku og þar er nauðsynlegt að taka malaríulyf í forvarnarskyni. Mikilvægt er að ráðfæra sig við lækni um val malaríulyfja. Þau lyf sem koma til álita eru:

  • Lariam sem tekið er einu sinni í viku. Ráðlagt að hefja töku lyfsins þremur vikum fyrir brottför til að kanna þolið fyrir lyfinu. Það er síðan tekið í 3-4 vikur eftir heimkomu.
  • Malarone sem tekið er einu sinni á dag á meðan á ferðalagi stendur og í viku eftir heimkomu. Getur komið í stað Lariams ef það þolist illa.
  • Doxylin sem er tekið einu sinni á dag á meðan á ferðalagi stendur og í fjórar vikur eftir heimkomu. Aukaverkanir geta verið niðurgangur og sólarexem. Getur komið í stað Lariams og Malarons.

Mundu þarf að taka lyfin á meðan dvalist er á svæðinu. Forðast skal moskítóbit.

Svo getur þú líka fundið upplýsingar um það svæði sem þú dvelur á hér:  http://wwwnc.cdc.gov/travel

Gangi þér vel