Hjálp

Ég  er nýflutt til  Noregs. Ég er farin að halda að ég sé með sveppasýkingu, það kemur svona hvít útferð hjá mér en enginn pirringur eða kláði! Ég er farin að fá smá hausverki, aukna bakverki, smá útþembu og á erfitt með að sofa á næturnar. Ég fékk svo allt í einu rauða litla bletti á öxlina (sem eru ekki út stæðir).

Er hægt að kaupa lyf í apótekum hér í Noregi eða þarf ég að fara til læknis? Við erum ekki komin með bíl eða net í íbúðina þannig það er erfitt fyrir mig að leita mér hjálpar svo mér datt í hug að tala við ykkur!

Vonandi heyri ég í ykkur sem fyrst!

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvað þarna getur verið á ferðinni án þess að þú hittir lækni.  Mögulega ertu með sveppasýkingu eða þvagfærasýkingu eða eitthvða allt annað. Þess vegna ráðlegg ég þér  að heyra í lækni.

Gangi þér vel