Heilsuleysi

Ég hef verið eitthvað skrítin síðustu daga eða vikur og veit ekki hvort ég sé bara að ímynda mér eitthvað eða hvort ég þurfi að láta tékka á einhverju.
Ég hef verið að fá sjóntruflanir í held bara annað augað þannig að ég sé svona nokkrar línur blikkandi og blörraðar sem er mjög óþægilegt og það endist kannski í korter – 30 mín senn og hefur komið fyrir þrisvar eða eittthvað með alveg nokkuð löngu millibili.
Svo hef ég líka verið mjög óróleg bara og get eiginlega ekki verið kyrr og finnst stundum eins og hjartslátturinn minn sé eitthvað hraður eða púlsinn en held ég sé bara að búa það til í hausnum á mér.
Svo er ég búin að vera fá svona vægan dofa í vinstri hendina.

En ég hef alls ekki verið að hugsa um heilsuna og er ekki með neitt þol sem er náttúrulega ekki gott…var að koma frá útlöndum fyrir viku síðan þar var endalaust sukk en ég er að taka mig á núna síðan ég kom heim og borða bara hollt og tek vítamín alla morgna og magnesíum og kalk á kvöldin og reyni að hreyfa mig aðeins.

Þannig hélt þetta væri kannski einhver vítamínskortur eða of hár blóðþrýstingur (fannst það hljóma líkt einhverjum einkennum sem eg las á netinu) svo að fyrst ég er farin að éta vítamínin mín og svona ætti ég þá að bíða og sjá hvort þetta hætti ekki áður en ég fer að pæla eitthvað nánar í þessu?
Ég er ekki með neinn lækni og hef aldrei farið til læknis ( f. utan þegar ég var lítil og man ekki eftir því) ….svo ég vil ekki fara stökkva til læknis útaf engu og kann ekki að dæma hvenær maður ætti að gera það…og já ég er 20 ára.

Takk:)

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

 

Það hljómar eins og þú sért farin að huga að heilsunni núna, sem er mjög gott. Ef að þessi einkenni sem þú lýsir hætta ekki, mælum við með að þú hafir samband við heilsugæsluna þína og fá tíma hjá lækni.

 

Gangi þér vel.