Ferðalög og bólusetning

Komið þið sæl.

Einföld fyrirspurn. Ég er að fara í langferð til Tailands, Cambodíu, Ástralíu, Nýjasjálands og mögulega til Perú. Ég fór til Tælands 2002 og fékk viðeigandi sprautur þá. Eru þær enn virkar? Hvaða aðrar sprautur vantar mig? ef þess þarf.

Bestu kveðjur

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ekki einn og sami pakki fyrir alla, það fer til dæmis eftir stöðu bólusetninga sem maður fær sem barn. Bóluefnin duga síðan mislengi allt frá 1 ári upp í alla ævi.  Þú þarft að hitta lækni/hjúkrunarfræðing sem getur flett upp þínum bólusetningum á þinni kennitölu og farið yfir þetta með þér. Þú getur til dæmis pantað  tíma hjá Heilsuvernd eða í síma 5106500

Gangi þér vel