Flýta pillunni?

Sæll/sæl,

Spurningin mín er: „Er hægt að flýta fyrir pilluinntöku“? S.s. er að byrja á getnaðarvörninni yasminelle, en þarf að bíða i 3vikur þar sem ég var á túr í seinustu viku. Langar svo að byrja á pillunni helst í gær, er eitthvað til ráða eða bara að láta sig hafa það að bíða?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Fyrstu Yasminelle töfluna skal taka á fyrsta degi tíðahrings (þ.e. fyrsta dag tíðablæðinga). Ef byrjað er að taka Yasminelle á fyrsta degi tíðablæðinga hefst þungunarvörnin strax.  Ef þú gerir það ekki þá er hún ekki örugg sem getnaðarvörn

Gangi þér vel