Gúlpur við endaþarm

Hæhæ!

Mig langar til að spyrja ég var í sturtu og var að þvo mér og ég fann smá gúlp við endaþarm sem er ekkert rosalega aumur eða rauður, eins og einhversskonar bólga hvað getur þetta verið er skíthrædd eftir að ég fann þetta :/ hvað á ég að gera?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Mestar líkur eru á að um byrjandi gyllinæð sé að ræða. Þú getur lesið þér til hér. Hafðu samband við lækni ef þú ert í vafa. Gyllinæðakrem og stíla er hægt að kaupa í apoteki án lyfseðla, þessi lyf draga úr bólgunni og óþægindum ef einhver eru.

Gangi þér vel