Stór magi

Kæri viðtakandi

Ég vona að ég geti leitað svara hingað til ykkar!

Ég á tæplega 8 mánaða strák, fæddan í mars. Ég lét setja upp hormónalykkjuna í lok apríl/byrjun maí. Það er ekki nema október núna og ég hef tekið eftir ýmsu undanfarna daga og langar að spyrjast fyrir um hvort þetta geti talist venjulegt eða ekki. Ég tók fyrst eftir því fyrir 4 dögum síðan að maginn á mér er byrjaður að stækka. Ég er ekki að fitna því að ég hef léttst um 2kg. Ég er farin að finna fyrir mikilli ógleði yfir daginn. Ég græt eða væli yfirleitt ekki en er búin að vera voðalega viðkvæm uppá síðkastið. Ég pissaði á próf og fékk rosalega daufa jákvæða línu. Ég hringdi í Domus og fékk tíma hjá kvennsjúkdómalækninum sem setti lykkjuna upp og fékk hann til að vinsamlegast athuga stöðuna á mér. Hann sagði að það sæist ekkert. Engin þungun í leginu. Hann ákvað að taka þvagpróf (svona eins og maður kaupir úti í apóteki.. Eins og eg tók heima) og það var neikvætt. Það sem gefur mér mestar áhyggjur er hvernig maginn á mér er að stækka. Þetta hefur aldrei talist venjulegt hjá mér. Ég er að borða allt það sama og vanalega svo mér finnst þetta ekki getað verið maturinn. Ég er manneskja í góðum holdum

Plís getið þið sagt mér hvað er í gangi svo ég geti slakað á.

Bestu kveðjur,

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Útþaninn magi getur verið merki um svo ótalmargt.

Þú ert búin að láta athuga með það sem telst líklegast (þungun eða annað tengt leginu) og það er gott að það var allt í góðu standi.

Ég mæli með því að þú hittir heimilislækni og látir skoða þig vel og meta hvort þetta er eitthvað til þess að kanna betur.

Mögulega tengist þetta meltingunni og eins getur verið að hormónakerfi líkamans sé eitthvað að trufla  og valda einkennum því það er mjög líklega ennþá í ójafnvægi eftir meðgöngu á fæðingu barnsins þíns. Líkaminn getur verið býsna lengi að jafna sig að fullu eftir slíkt.

Gangi þér vel