Faðerni og DNA

Hæhæ,

Ég hef verið að velta fyrir mér hvort það se eitthvað sem að ég get gert í minni stöðu… Núna er ég orðin 22 ára gömul og veit ekki hver faðir minn er og segist móðir mín ekki vita hver hann er.

Er eitthvað sem ég get gert ? er hægt að taka DNA úr mér og haft það einhverstaðar og séð hvort að það finnist ?

Vonast til að heyra frá ykkur !

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þegar faðerni er athugað þarf að bera saman DNA úr barni og meintum föður. Það þarf sem sagt lífssýni úr báðum aðilum. Það er ekki neinn DNA gagnagrunnur sem hægt er að leita í og bera saman með þeim hætti sem þú spyrð um.

Mögulega getur þú rætt betur við móður þína og fengið nöfnin á þeim sem til greina koma og haft svo samband við þá og fengið frá þeim lífssýni.

Gangi þér vel